Í desember

3D cover svart trans-FINAL

Nóv. 2014

Haustið 2008 sendi ég frá mér plötuna „Ein handa þér“, mína fyrstu jólaplötu. Hlaut hún góðar viðtökur áhangenda minna og á fastan stað í hugum og hjörtum margra. Ég hef fregnað að ýmsir geti vart beðið eftir aðventunni með að draga hana fram og taki að hlýða á lögin strax á haustmánuðum. Á undanförnum árum hef ég undirbúið mig hægt og rólega fyrir aðra jólaplötu, safnað í sarpinn lögum sem ég hef dálæti á og tel að falli vel að þeim hátíðleika sem einkennir aðventuna. Að því leyti má segja að „Í desember“ kallist svolítið á við þá fyrri.

Með mér á þessari plötu syngja þau Eivør Pálsdóttir, Jón R. Jónsson, Ragnheiður Gröndal og eldri sonur minn, Birgir Steinn, sem er að stíga sín fyrstu skref á tónlistarbrautinni. Ég vonast til þess að áhangendur mínir taki þessari plötu opnum örmum og að hún eigi eftir að ylja þeim á aðventunni á komandi árum.

Lagalisti

  1. Í desember
  2. Jólin (þau eru á hverju ári)
  3. Ég þarf ekki margt um jólin
  4. Aftur hefur tíminn flogið
  5. Jólarómantík
  6. Það má ekki gleyma því
  7. Himnasending
  8. Á grænni grein
  9. Hin gömlu kynni
  10. Og klukkur klingja
  11. Fannhvít er jörð
Hlustaðu ;-)