Ein handa þér

ein_handa_ther-aukalag-sticker-fb.jpg

Okt. 2008

Stefán Hilmarsson rær nú á ný mið og sendir hér frá sér sína fyrstu jólaplötu. Það má þó segja að Stefán sé í vissum skilningi kominn fullan hring, því hann vakti fyrst athygli landsmanna þegar hann söng um jólahjól fyrir ríflega tveimur áratugum. En síðan þá hefur Stefán sáralítið sinnt jólalögunum fyrr en núna. Á plötunni kennir ýmissa grasa og stíla og hún er drekkhlaðin gullfallegum, grípandi og vönduðum lögum sem í framtíðinni eiga vafalaust mörg eftir að fylla flokk sígildra jólalaga. Með Stefáni syngja dúetta þau Ellen Kristjánsdóttir, Helgi Björnsson og Björgvin Halldórsson. Platan er í senn hátíðleg og hæfilega „poppuð“ og ætti að hæfa jólabörnum á öllum aldri og af öllum gerðum.

ATH. platan var ófáanleg í nokkur ár og því endurútgefin 2015 með aukalaginu, "Um vetrarnótt", sem feðgarnir Stefán og Birgir Steinn syngja saman. Það er sú útgáfa sem hér er til sölu.

 

Lagalisti

  1. Glæddu jólagleði í þínu hjarta
  2. Ein handa þér
  3. Ennþá koma jól
  4. Hvert sem litið er
  5. Dag einn á jólum
  6. Æsku minnar jól (Þett'er nóg)
  7. Engin jól án þín
  8. Njótum þess á meðan er
  9. Af því
  10. Eigðu jólin með mér
  11. Lofum hvern dag
  12. Hin góðu gildi
  13. Um vetrarnótt (ásamt Birgi Steini) – Aukalag